STARFSLAUN LISTAMANNA


Umræðan um úthlutun á Starfslaunum listamanna hefur borið meir á góma í fjölmiðlum þessu ári önnur sem ég man eftir.  Stöð tvö birti lista yfir þekktustu, afkastamestu og söluhæstu rithöfunda landsins sem þegið hafa Starfslaun listamanna frá sex upp í tíu ár samfleytt.  Í kjölfarið skrifaði a.m.k. þjóðkunnur rithöfundur góða grein með sannfærandi rökum um gildi stuðnings við ómetanlegan menningararf, bókmenntaþjóðarinnar, plús. 

Sem myndlistarmaður og virkur umsækjandi úr myndlistarsjóði Starfslauna listamanna frá árinu 1983 langar mig að koma á koma á framfæri nokkrum mikilvægum atriðum varðandi aðferðarfræði úthlutunar á Starfslaunum listamanna. 

➢    Í fyrsta lagi er umsóknarferlið of langt.  Skilað er inn árlegum umsóknum í oktobermánuði fyrir hvern málaflokk (listgrein).  Síðan heyrist ekkert fyrr en úthlutun hefur átt sér stað í febrúarmánuði næsta árs.  Fjórir mánuðir á milli ára er ótæmandi langt óvissuferli fyrir hvern heilbrigðan mann.

➢    Í öðru lagi að þá er þriggja manna nefnd vart nógu ’lýðræðisleg’ til þess að dæma úr hafsjó umsókna.  Þar sem einn af þessum þremur er virkur listamaður og getur tæpast verið hluthlaus gagnvart starfsfélögum sínum, fyrrverandi skólafélögum eða nemendum.  Fimm manna nefnd með styttri vinnslu á umsóknum væri öllu nær.

➢    Í þriðja lagi væri réttast að með umsóknum fylgdi SKATTASKÝRSLA sem sýndi þá miklu fremur fram á þörf og stöðu viðkomandi listamanns heldur en ’gildi’ sbr. frama og vinsældar viðkomandi.


Það voru gleði_tíðindi þegar að nýráðinn menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir tilkynnti betrumbótum á Starfslaunum listamanna.  En við nánari athugun kom í ljós að það ætti að bæta við nýjum flokkum í listgreinar þ.á.m. ”hönnun”.  Hönnun og allir flokkar varðandi hönnun, iðnað og fjöldaframleiðslu eiga og hafa flokkast undir Iðnaðarráðuneytið hingað til eins og t.d. arkitektúr gerir!

Myndlist hefur lengst af allra listgreina verið vandráðin, misskilin, ofurdáð ef ekki vandmetin.  Eftir að tölvan hóf innreið sína í mannheima með alla sína stafrænu ofurkosti hefur myndlistin fengið á sig þúsund  fleiri grímur og eiginlega gert okkur öll að ’listamönnum’ í jákvæðum skilningi.  Skrásetjari er farin hallast á að myndlistin eigi meiri samleið með vísindum heldur en hönnun.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigþrúður Pálsdóttir
Sigþrúður Pálsdóttir
Myndlistarmaður með fimm ára framhaldsmenntun í arkitektúr. Móðir, amma, umhverfissinni með ástríðu á framtíðarsýn Íslands og þróun heims/jarðar+.  Fædd með sólina 29° í Spordrekamerkinu, tungl í vog og rísandi Steingeit. Áhugamaður um flest vísindi, tækni- og fræðimál..og kannski engin furða þar sem mér var skellt niður til þess að sitja í hjólastól ævilangt eftir slys á tuttugasta aldursári mínu:)
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 408

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband