"Kannabis verksmiðjur, nýsköpun Nýja Íslands"?

Kosningar eru greinilega í nánd.  Fréttaflutningur fær alltaf á sig annan brag nokkrum vikum fyrir kosningar.  Eins og ýtt á takka ”Nýjar sviðsmyndir” sem koma á óvart.  Hetjurnar eru lögvaldið, hinir eru nafnlausir.  Málefni sem hafa verið ofarlega á baugi svo til hverfa af sjónarhóli, um sinn.  Sbr. Heilbrigðis-, mennta-, skatta-, og launamál, einhvernveginn myndast hugmyndalegt tómarúm.  Ríkið á allt ”anyway” og hver vill vera í forystu fyrir Tröllríkið, Ísland?

Var einhver sem sagði að að væri merkilegt að heil verksmiðja með fagmannlegri ”hamp” framleiðslu gæti kannski verið fýsileg hráefnisframleiðsla þjóðarbúið, þetta þurrausa þjóðarbú?

Á að henda öllu þessu hráefni sem nýst getur til margs annars en að vera ”dóp”?

Í Canada og Bandaríkjunum blómstrar hemp iðnaður allt frá matvælum upp í það að vera byggingarefni!

Manitoba Harvest Healthy Hemp Food

allproducts-200.jpg

 

 

 

 

 

 

 

http://www.reidarsson.com/?gclid=CIqh2tWLvZkCFQwSzAodmWYC8w
http://www.rawganique.com/
http://www.twojupiters.com/

Væri að ekki fræðilegur möguleiki að þjóðin geti sparað sér mikinn lyfjakostnað í heilbrigðiskerfinu með því að framleiða ’kannabis’ pillur (konfekt) fyrir krabbameinssjúklinga, gamalmenni og lystörvun fyrir þá sem þurfa slíkt. ?

http://www.cannabis-med.org/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæl Sissú, gaman að sjá þig hér.

Viðhengi eins úr gamla skerjafjarðargenginu og man eftir fleiri en

einu áramótafögnuðum þar.

Tek undir þetta hér, enda bloggaði ég um það sama þegar fyrsta

verksmiðjan far böstuð.  Vildi frekar sjá öðruvísi glæpamenn böstaða.

Bestu kveðjur,

Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.3.2009 kl. 04:15

2 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Það eru framleiddar "kannabispillur". Ekkert sem bannar innflutning og sölu á þeim. En einhverra hluta vegna virðist áhuginn vera að reykja þessa plöntu, ekki gera eitthvað annað við hana.

Páll Geir Bjarnason, 25.3.2009 kl. 04:17

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Hampur til iðnaðarnota er ræktaður á nokkrum stöðum á landinu.  Þó ekki væri hægt að nota hann í lyfjagerð eins og þú nefnir, þá gengur hann fínt í flest annað.

Axel Þór Kolbeinsson, 25.3.2009 kl. 07:55

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Sissú mín, velkomin á bloggið. Mikið er ég þér sammála, það er hægt að nota efnið í margt annað heilsuvænlegra en að reykja það. Þetta er aðför að góðu efni sem því miður er ólöglegt. Þeir sýndu nákvæmlega frá faglegum aðferðum ræktunarinnar í Kastljósinu og ætti því öllum sem á það horfði að vera ljóst, að hér er markaður og ræktun sem gengur vel.

Mér finnst skömm að því að stela gróðurhúsalömpum frá grænmetis og blómabændum til að koma upp fullkominni verksmiðju fyrir ólögmætan varning. Ef efnið væri lögleitt væri hægt að hafast handa og framleiða neysluvörur einsog þú nefnir og annað, þá gæti löggan snúið sér að öðrum brýnari málum, glæpum og ofbeldi sem fylgja harðari efnum og áfengi.

Sorglegt að sjá þetta brottkast. Takk fyrir pistilinn og hafðu það yndislegt Sissú mín kv. eva

Eva Benjamínsdóttir, 26.3.2009 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigþrúður Pálsdóttir
Sigþrúður Pálsdóttir
Myndlistarmaður með fimm ára framhaldsmenntun í arkitektúr. Móðir, amma, umhverfissinni með ástríðu á framtíðarsýn Íslands og þróun heims/jarðar+.  Fædd með sólina 29° í Spordrekamerkinu, tungl í vog og rísandi Steingeit. Áhugamaður um flest vísindi, tækni- og fræðimál..og kannski engin furða þar sem mér var skellt niður til þess að sitja í hjólastól ævilangt eftir slys á tuttugasta aldursári mínu:)
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 392

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband