24.3.2009 | 00:59
BAUHAUS báknið við fjallið
Upp úr aldamótum var haldin samkeppni á vegum Reykjavíkurborgar um útilistaverk í Reykjavík. Undirrituð sendi inn tvær tillögur, önnur komst í úrslitaflokk af níu og ég naut þess að fá að taka þátt í framhaldinu. Tillögur allra listamann voru frábærar og stundum þegar að ég ek um borgina hugsa ég til alllra verkanna sem voru til sýnis í formi módela í Listasafni Reykjavíkur á sínum tíma og sé fyrir mér ef öll þessi verk hefðu orðið að veruleika hversu áhugaverð Reykjavík væri í dag. Stjörnuskoðunartorg Rúríar ofan á hitaveitustokkunum í Grafarholti var mega flott. Stóra vélritunarkúlan hans Kristjáns Guðmundssonar fyrir framan Höfða var líka frábær, eins og verk bróður hans Sigurðar sem var vinningstillagan, slípuðu steinarnir við fjöruna á móti Lögregustöðinni/Skúlagötu. Og þannig mætti lengi telja upp tillögur og vinnu sem fjölmargir listamenn hafa lagt kauplaust eða á kaupi við til þess að auðga umhverfi höfuðborgar Íslands og ekki verið framkvæmdar. Tillaga mín sem ekki komst í úrslit átti að heita að vera einskonar hlið, landafræðileg merking >Verið velkomin til Reykjavíkur< ..Svo sem bara gróflega unnið en þar sem ég er svo ofurmeðvituð um borgarmörkin og get ómögulega verið hlutlaus um allar þær breytingar sem átt hafa sér stað síðan. Öll þau mannlegu mannvirki sem risið hafa á þeim átta árum sem liðin eru síðan að áðurnefnd samkeppni átti sér stað og Korpúlfsstaðir virkuðu eins og STÓR bygging þegar að ekið var yfir landamæri Mosfellsveitar og Reykjavíkurborgar.
Í dag eru Korpúlfsstaðir eins og pínulítil módelsmíði á grænu túni innanum járnbarin skrímslin sem risið hafa sitthvoru megin við þjóðveginn. Annarssvegar BAUHAUS húsið og hinsvegar Korputorg og íþróttahúsið. Allt innfluttar verksmiðju-járn-uppsláttarbyggingar, eins og liggja meðfram hraðbrautum víðast hvar í heiminum.
Engin tenging við náttúruöfl eða fegurð umhverfis, sögu lands x eða y.
Korputorg hefur víst einhverja þjónustu og íþróttarhöllin sömuleiðis, en víkjum að BAUHAUS risakassanum sem þjónar engum tilgangi í dag annað en að vera tómur, steindauður hvítmálaður kassi með stöfum á. Fjallið, skóræktin og allt annað handan tröllsins virðist eins og tilheyra öðrum heimi, næstum gleymdum vegna þess að það er ekkert sem vísar veginn fyrir gangandi, hjólandi eða akandi menn að náttúrunni. Nema hvað hér kemur tilgangur þessa athugasemda í tillöguformi:
Bauhaus-Barnasafn
Þessi bygging er kjörin til þess að vera BARNASAFN (Childrens Museum of Reykjavik) sem er nokkuð sem þessi borg gæti alveg þolað og verið byggt í samvinnu borgar við fjölskyldur sem vilja og geta verið sjálfboðaliðar. Gef mig hér með fram til frekari útfærslu☺
Bauhaus_Listaháskóli
Einn daginn þegar að ég var í sýniferð með ungan listamann frá Tékkóslavíu á heimleið frá Þingvöllum tókum við lykkjuna upp að Bauhaus húsinu og þá kom hún með þessa snjöllu hugmynd að þarna væri fullkomið hús fyrir Listaháskóla. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. En þetta er engu að síður snjöll hugmynd.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- heimasíða eldri málverk
- Samband Íslenskra Myndlistarmanna
Í uppáhaldi
- Stjörnuspeki Stjörnuspeki
- Viðtöl við fræðifólk
- Arkitektúr - fréttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.