Fluga á vegg í sveitinni meðal erlendra gesta

Mér auðnaðist vist á listamannasetrinu Nesi á Skagaströnd s.l. maimánuð.  Þetta var algjör óvissuferð sem byrjaði í blíðviðri með akstri úr höfuðborginni.  Til þess að gera langa sögu stutta gerði ég mér litla grein fyrir því á þessari ægifögru leið norður að ég myndi klippa á naflastreng "íslendingur í heimalandi" þegar að norður kæmi.  Móttaka var öll til fyrirmyndar af stjórnarmönnum Ness sem áttu fullt í fangi með að kynna sig og heimabæ sinn fyrir nýkomnum gestum.  Alls dvelja um tólf listamenn bæinn í senn, þar af tveir innlendir.  Sumir listamanna eru "In Residency" í einn mánuð og aðrir í tvo eða þrjá eða lengur.

Röðulfell er hús sem hýsir fimm listamenn og þar fékk ég fínt herbergi með útsýni á tún með dýr á beit og fjallasýn til suð-austurs.  Í næsta herbergi var listakona frá New York, herberginu ská á móti ein frá Þýskalandi af ungversku bergi brotin og uppi, ein þýsk og önnur frá Nýju Jórvíkum líka.  Sumsé fimm myndlistarmenn í sambýli með aðgang að vinnustofum með enn fleiru fólki frá enn fleirum stöðum í heiminum við fjöruna á Skagaströnd.  Rithöfundarnir tveir unnu frá sinni heimavist.

Á fjórða degi maimánaðar skall á alhvítt jólaveður með skáhallandi vindkrafti í Húnaflóastíl.  Allt hjálpaði til við að móta framandleikann og á 'hjara veraldar' stemmninguna fyrir okkur í nýju heimavistinni, konur á aldrinum 23ja ára til fimmtíu og fjögra.  Innfæddi aldurshöfðinginn fékk ósjálfrátt hlutverk að vera landkynningarstrjóri hússins.  Innkaup, verðlaf, þjóðhætti, staði og síður en ekki síst um 'pólitíkina'... Eins og í upphafi sagt, þetta átti og verður stutt skjal.  Meginpúnkturinn er að vera í samkrulli með erlendum gestum á fjórðu viku skilur maður mikilvægi þess að taka á móti gestum vel, sem borða, skoða, versla, mynda, skapa og detta í lukkupottinn 'frjálst er í fjallasal' á Íslandi.  Þetta er allaveganna gjaldeyrir.

Slæ botninn í 'heimkomuna' aftur í veruleika landans, fréttir af fréttum ofan, sorgir framtíðar með því að biðja, engla, vætti, goðir og menn að marinera ekki menningu landsins frekar með yfirgangi skuldbindinga á skuldum landræningja.

Viðhengi er samantekt af 34 myndum blandi af minni 'innspírasjón' og myndum af gleðinni sem skapandi andrúmsloft gefur. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigþrúður Pálsdóttir
Sigþrúður Pálsdóttir
Myndlistarmaður með fimm ára framhaldsmenntun í arkitektúr. Móðir, amma, umhverfissinni með ástríðu á framtíðarsýn Íslands og þróun heims/jarðar+.  Fædd með sólina 29° í Spordrekamerkinu, tungl í vog og rísandi Steingeit. Áhugamaður um flest vísindi, tækni- og fræðimál..og kannski engin furða þar sem mér var skellt niður til þess að sitja í hjólastól ævilangt eftir slys á tuttugasta aldursári mínu:)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband