"Tollgjald á myndavélar ferðalanga" til styrktar Sjónlista á Íslandi!

Sjónlistir þ.e.a.s. myndlistin, ljósmyndun og kvikmyndagerð á Íslandi eru atvinnugreinar sem hafa hvaðan-af-lengst í íslenskri menningarsögu borið sultarólina hæst á krepputímum.  Þegar að atvinnulífið dofnar hverfa svo til flestir sjóðir sem (þó aldrei verið nema botnfullir) sem efla eða "styrkja" atvinnugreinar sjónlista.   

Ísland er ókeypis vígvöllur fyrir erlent skapandi fólk sem kemur hingað í hundraða tali á ári hverju til þess að mynda fyrir tímarit, tísku, hönnun, auglýsingar, stuttmyndir, kvikmyndir m.m.  Allt þetta fólk fer um tollhlið landsins með ofurkosti af magni í myndavélum og tökuvélum.  Og engin gjöld tekin.  Á meðan að okkur landanum er gert skylt að ferðast með kvittanir fyrir nýjum og gömlum græjum (tölvur, myndavélar)..

Þegar að einn listamaður sýndi mér afrakstur dvalar sinnar eftir hringferð um landið myndir úr "súperdúper" dýru tækjunum sínum á leið með að fá rok tekjur í útlöndum fyrir afrakstur sinn. Sagði listamaðurinn "hvergi í heiminum fæst þetta frelsi til þess að mynda eins og á Íslandi".

Þá var mér hugsað til heimsókna minna á indiánasvæði í Bandaríkjunum.  Þar sem fátækir indiánar höfðu vit á að rukka myndþyrsta ferðalanga fyrir "Gjald per myndavél og sumstaðar per mynd".

Hvernig væri að hætta að mjólka okkur sem búum í fámenna landinu endalaust um tolla og hækkanir sem fæstir eiga fyrir og byrja að tollleggja "gestina" og þeirra farangur til leiks á landinu.  Það mun ekki hindra komu myndatökufólks til landsins að borga nokkra dali eða evrur fyrir hverja myndavél eða tökuvél inn í landið.  Ekki frekar en þá sem borga 800 kr fyrir að dýfa sér í bílum sínum Hvalfjarðargöngin.

Vonandi verður þessi búbót tekin upp fyrir allt það unga fólk sem nú er að mennta sig í kreppunni á sjúklegum LÍN kjörum til þess að skapa menningu í okkar framtíðarlandi.

 

 

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigþrúður Pálsdóttir
Sigþrúður Pálsdóttir
Myndlistarmaður með fimm ára framhaldsmenntun í arkitektúr. Móðir, amma, umhverfissinni með ástríðu á framtíðarsýn Íslands og þróun heims/jarðar+.  Fædd með sólina 29° í Spordrekamerkinu, tungl í vog og rísandi Steingeit. Áhugamaður um flest vísindi, tækni- og fræðimál..og kannski engin furða þar sem mér var skellt niður til þess að sitja í hjólastól ævilangt eftir slys á tuttugasta aldursári mínu:)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband