12.6.2009 | 04:18
"Tollgjald á myndavélar ferðalanga" til styrktar Sjónlista á Íslandi!
Sjónlistir þ.e.a.s. myndlistin, ljósmyndun og kvikmyndagerð á Íslandi eru atvinnugreinar sem hafa hvaðan-af-lengst í íslenskri menningarsögu borið sultarólina hæst á krepputímum. Þegar að atvinnulífið dofnar hverfa svo til flestir sjóðir sem (þó aldrei verið nema botnfullir) sem efla eða "styrkja" atvinnugreinar sjónlista.
Ísland er ókeypis vígvöllur fyrir erlent skapandi fólk sem kemur hingað í hundraða tali á ári hverju til þess að mynda fyrir tímarit, tísku, hönnun, auglýsingar, stuttmyndir, kvikmyndir m.m. Allt þetta fólk fer um tollhlið landsins með ofurkosti af magni í myndavélum og tökuvélum. Og engin gjöld tekin. Á meðan að okkur landanum er gert skylt að ferðast með kvittanir fyrir nýjum og gömlum græjum (tölvur, myndavélar)..
Þegar að einn listamaður sýndi mér afrakstur dvalar sinnar eftir hringferð um landið myndir úr "súperdúper" dýru tækjunum sínum á leið með að fá rok tekjur í útlöndum fyrir afrakstur sinn. Sagði listamaðurinn "hvergi í heiminum fæst þetta frelsi til þess að mynda eins og á Íslandi".
Þá var mér hugsað til heimsókna minna á indiánasvæði í Bandaríkjunum. Þar sem fátækir indiánar höfðu vit á að rukka myndþyrsta ferðalanga fyrir "Gjald per myndavél og sumstaðar per mynd".
Hvernig væri að hætta að mjólka okkur sem búum í fámenna landinu endalaust um tolla og hækkanir sem fæstir eiga fyrir og byrja að tollleggja "gestina" og þeirra farangur til leiks á landinu. Það mun ekki hindra komu myndatökufólks til landsins að borga nokkra dali eða evrur fyrir hverja myndavél eða tökuvél inn í landið. Ekki frekar en þá sem borga 800 kr fyrir að dýfa sér í bílum sínum Hvalfjarðargöngin.
Vonandi verður þessi búbót tekin upp fyrir allt það unga fólk sem nú er að mennta sig í kreppunni á sjúklegum LÍN kjörum til þess að skapa menningu í okkar framtíðarlandi.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 04:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2009 | 04:10
Fluga á vegg í sveitinni meðal erlendra gesta
Mér auðnaðist vist á listamannasetrinu Nesi á Skagaströnd s.l. maimánuð. Þetta var algjör óvissuferð sem byrjaði í blíðviðri með akstri úr höfuðborginni. Til þess að gera langa sögu stutta gerði ég mér litla grein fyrir því á þessari ægifögru leið norður að ég myndi klippa á naflastreng "íslendingur í heimalandi" þegar að norður kæmi. Móttaka var öll til fyrirmyndar af stjórnarmönnum Ness sem áttu fullt í fangi með að kynna sig og heimabæ sinn fyrir nýkomnum gestum. Alls dvelja um tólf listamenn bæinn í senn, þar af tveir innlendir. Sumir listamanna eru "In Residency" í einn mánuð og aðrir í tvo eða þrjá eða lengur.
Röðulfell er hús sem hýsir fimm listamenn og þar fékk ég fínt herbergi með útsýni á tún með dýr á beit og fjallasýn til suð-austurs. Í næsta herbergi var listakona frá New York, herberginu ská á móti ein frá Þýskalandi af ungversku bergi brotin og uppi, ein þýsk og önnur frá Nýju Jórvíkum líka. Sumsé fimm myndlistarmenn í sambýli með aðgang að vinnustofum með enn fleiru fólki frá enn fleirum stöðum í heiminum við fjöruna á Skagaströnd. Rithöfundarnir tveir unnu frá sinni heimavist.
Á fjórða degi maimánaðar skall á alhvítt jólaveður með skáhallandi vindkrafti í Húnaflóastíl. Allt hjálpaði til við að móta framandleikann og á 'hjara veraldar' stemmninguna fyrir okkur í nýju heimavistinni, konur á aldrinum 23ja ára til fimmtíu og fjögra. Innfæddi aldurshöfðinginn fékk ósjálfrátt hlutverk að vera landkynningarstrjóri hússins. Innkaup, verðlaf, þjóðhætti, staði og síður en ekki síst um 'pólitíkina'... Eins og í upphafi sagt, þetta átti og verður stutt skjal. Meginpúnkturinn er að vera í samkrulli með erlendum gestum á fjórðu viku skilur maður mikilvægi þess að taka á móti gestum vel, sem borða, skoða, versla, mynda, skapa og detta í lukkupottinn 'frjálst er í fjallasal' á Íslandi. Þetta er allaveganna gjaldeyrir.
Slæ botninn í 'heimkomuna' aftur í veruleika landans, fréttir af fréttum ofan, sorgir framtíðar með því að biðja, engla, vætti, goðir og menn að marinera ekki menningu landsins frekar með yfirgangi skuldbindinga á skuldum landræningja.
Viðhengi er samantekt af 34 myndum blandi af minni 'innspírasjón' og myndum af gleðinni sem skapandi andrúmsloft gefur.
27.3.2009 | 10:49
Opinn GAGNABANKI Á LISTAVERKUM bankanna
Afdrif og örlög listaverka í eigu bankanna eru enn óljós eins og eins gefur að skilja á tímum eftirsjáar og mistaka frá ríki til einkavæðingar. Flestum ber þó saman um að hér eru verðmæti á ferðinni, stór hluti menningararfðleiðar af 100 ára listasögu Íslands.
Í gærkveldi var gert grein fyrir því í fréttum að skilanefnd bankanna hefði fengið nafngreindan listfræðing til þess að meta verðmæti á listaverkum bankanna. Og ber ekki að efa að viðkomandi hafi gott mat á verðmætum verkanna í samræmi við líðandi stundir. Þó má hafa í huga að listasagan er að hluta til heimsspeki þangað til að stefnur og straumar hafa fengið á sig sögulegan heildarsvip af hringrás tímans.
Án þess að rekja upp garnirnar af magni listaverka, takmörkuðu húsnæðisrými Listasafns Íslands o.s.f.v. sem nær til enn minni hluta landsmanna að þá hvetur ritari skilanefnd bankanna og ríkisstjórn Íslands til þess að gefa erfingum landsins opinn gagnabanka frá A-Ö með heildaryfirliti af listaverkum úr eigu bankanna.
LISTAVERKABANKI ÍSLANDS lengi lifi!
a. Aðgengilegt öllum á netinu
b. Listaverkum raðað eftir ártölum
c. Listaverkum raðað eftir tegund (málverk, höggmyndir os.f.v.)
d. Listaverkum raðað eftir kaupári og banka
e. Vísun til vefslóða um listamenn verkanna
Og vonandi bara skella inn líflegum sögubrotum af bankalistasögu landsins...
........http://www.ICEART HISTORY
25.3.2009 | 03:39
"Kannabis verksmiðjur, nýsköpun Nýja Íslands"?
Kosningar eru greinilega í nánd. Fréttaflutningur fær alltaf á sig annan brag nokkrum vikum fyrir kosningar. Eins og ýtt á takka Nýjar sviðsmyndir sem koma á óvart. Hetjurnar eru lögvaldið, hinir eru nafnlausir. Málefni sem hafa verið ofarlega á baugi svo til hverfa af sjónarhóli, um sinn. Sbr. Heilbrigðis-, mennta-, skatta-, og launamál, einhvernveginn myndast hugmyndalegt tómarúm. Ríkið á allt anyway og hver vill vera í forystu fyrir Tröllríkið, Ísland?
Var einhver sem sagði að að væri merkilegt að heil verksmiðja með fagmannlegri hamp framleiðslu gæti kannski verið fýsileg hráefnisframleiðsla þjóðarbúið, þetta þurrausa þjóðarbú?
Á að henda öllu þessu hráefni sem nýst getur til margs annars en að vera dóp?
Í Canada og Bandaríkjunum blómstrar hemp iðnaður allt frá matvælum upp í það að vera byggingarefni!
Manitoba Harvest Healthy Hemp Food
http://www.reidarsson.com/?gclid=CIqh2tWLvZkCFQwSzAodmWYC8w
http://www.rawganique.com/
http://www.twojupiters.com/
Væri að ekki fræðilegur möguleiki að þjóðin geti sparað sér mikinn lyfjakostnað í heilbrigðiskerfinu með því að framleiða kannabis pillur (konfekt) fyrir krabbameinssjúklinga, gamalmenni og lystörvun fyrir þá sem þurfa slíkt. ?
http://www.cannabis-med.org/
24.3.2009 | 00:59
BAUHAUS báknið við fjallið
Upp úr aldamótum var haldin samkeppni á vegum Reykjavíkurborgar um útilistaverk í Reykjavík. Undirrituð sendi inn tvær tillögur, önnur komst í úrslitaflokk af níu og ég naut þess að fá að taka þátt í framhaldinu. Tillögur allra listamann voru frábærar og stundum þegar að ég ek um borgina hugsa ég til alllra verkanna sem voru til sýnis í formi módela í Listasafni Reykjavíkur á sínum tíma og sé fyrir mér ef öll þessi verk hefðu orðið að veruleika hversu áhugaverð Reykjavík væri í dag. Stjörnuskoðunartorg Rúríar ofan á hitaveitustokkunum í Grafarholti var mega flott. Stóra vélritunarkúlan hans Kristjáns Guðmundssonar fyrir framan Höfða var líka frábær, eins og verk bróður hans Sigurðar sem var vinningstillagan, slípuðu steinarnir við fjöruna á móti Lögregustöðinni/Skúlagötu. Og þannig mætti lengi telja upp tillögur og vinnu sem fjölmargir listamenn hafa lagt kauplaust eða á kaupi við til þess að auðga umhverfi höfuðborgar Íslands og ekki verið framkvæmdar. Tillaga mín sem ekki komst í úrslit átti að heita að vera einskonar hlið, landafræðileg merking >Verið velkomin til Reykjavíkur< ..Svo sem bara gróflega unnið en þar sem ég er svo ofurmeðvituð um borgarmörkin og get ómögulega verið hlutlaus um allar þær breytingar sem átt hafa sér stað síðan. Öll þau mannlegu mannvirki sem risið hafa á þeim átta árum sem liðin eru síðan að áðurnefnd samkeppni átti sér stað og Korpúlfsstaðir virkuðu eins og STÓR bygging þegar að ekið var yfir landamæri Mosfellsveitar og Reykjavíkurborgar.
Í dag eru Korpúlfsstaðir eins og pínulítil módelsmíði á grænu túni innanum járnbarin skrímslin sem risið hafa sitthvoru megin við þjóðveginn. Annarssvegar BAUHAUS húsið og hinsvegar Korputorg og íþróttahúsið. Allt innfluttar verksmiðju-járn-uppsláttarbyggingar, eins og liggja meðfram hraðbrautum víðast hvar í heiminum.
Engin tenging við náttúruöfl eða fegurð umhverfis, sögu lands x eða y.
Korputorg hefur víst einhverja þjónustu og íþróttarhöllin sömuleiðis, en víkjum að BAUHAUS risakassanum sem þjónar engum tilgangi í dag annað en að vera tómur, steindauður hvítmálaður kassi með stöfum á. Fjallið, skóræktin og allt annað handan tröllsins virðist eins og tilheyra öðrum heimi, næstum gleymdum vegna þess að það er ekkert sem vísar veginn fyrir gangandi, hjólandi eða akandi menn að náttúrunni. Nema hvað hér kemur tilgangur þessa athugasemda í tillöguformi:
Bauhaus-Barnasafn
Þessi bygging er kjörin til þess að vera BARNASAFN (Childrens Museum of Reykjavik) sem er nokkuð sem þessi borg gæti alveg þolað og verið byggt í samvinnu borgar við fjölskyldur sem vilja og geta verið sjálfboðaliðar. Gef mig hér með fram til frekari útfærslu☺
Bauhaus_Listaháskóli
Einn daginn þegar að ég var í sýniferð með ungan listamann frá Tékkóslavíu á heimleið frá Þingvöllum tókum við lykkjuna upp að Bauhaus húsinu og þá kom hún með þessa snjöllu hugmynd að þarna væri fullkomið hús fyrir Listaháskóla. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. En þetta er engu að síður snjöll hugmynd.
24.3.2009 | 00:55
Hver er ”nýju aldar reglan” ?
Eftir því sem minna er af verkefnum og færri úrlausnir koma upp í huga manns með frekari afkommu til þess að lifa mannsæmandi lífi í fyrrverandi landi einna af ríkustu þjóðum heims að þá leitar hugurinn meir og meir eftir fróðleiksmolum eða einhverju til þess að fá adrenalín-streymi utan ramma umræðunnar um kreppumál. Það hefur svo sem alltaf verið áhugamál undirritaðs að kynna sér málefni sem flokkast undir allt annað en viðskipti. En það er ómögulegt að vera hlutlaus, heldur ekkert allt of auðvelt að ota eða pota einhverjum tillögum í samfélag sem er með samansaumað mynstur bundið niðurjörfuðum hugmyndum sem eru viðurkenndar að eiga sér einhverskonar reynslusögu. Upprisa og fall bankanna var reyndar byggt á tilraunastarfsemi nýjunga-stefnu í viðskiptum☺ ..... að fá lánað hjá sjálfum sér og lifa í smekkleysu á kostnað heillrar þjóðar. Hver dæmir, enginn. Fólk bara talar, talar og talar. Færir fleiri tölur til og tilkynnir lausnir sem enn eru óreyndar.
En framtíðin er komin til að vera. Þessi sem Maya klukkan og allt fræðifólk um hin eiginlega gullgröft (alchemy) mannkynsins hefur spáð og reiknað með að gerist 21.desember 2012.
Eftirfarandi setning eftir John F. Kennedy fyrrverandi forseta bandaríkjanna hefur hoppað inn í höfuð mitt undanfarnar vikur: , ``Ask not what your country can do for you - ask what you can do for your country'' ? Líklega kemur ekkert eitt svar, en læt gott innlegg náins vinar míns duga Hættu þessari fullkomnisáráttu og byrjaðu að blogga☺...
Áfram um smjörið um endurfæðingu heimsins 2012 mínus og plús. Að þá er hér önnur Bandarísk tilvitnun í sjándann Edgar Cayse um þessa tíma sem við lifum núna:
When asked what the New Age means to humanity, Edgar Cayce replied: by the full consciousness of the ability to communicate with the Creative Forces and be aware of the relationships to the Creative Forces and the uses of same in material environs. This awareness during the era or age in the Age of Atlantis and Lemuria or Mu brought what? Destruction to man, and his beginning of the needs of the journey up through that of selfishness.
Sjá frekari lýsingu á eftirfarandi slóð:
http://www.edgarcayce.org/edgar_cayce/2012.aspx
19.3.2009 | 16:08
STARFSLAUN LISTAMANNA
Umræðan um úthlutun á Starfslaunum listamanna hefur borið meir á góma í fjölmiðlum þessu ári önnur sem ég man eftir. Stöð tvö birti lista yfir þekktustu, afkastamestu og söluhæstu rithöfunda landsins sem þegið hafa Starfslaun listamanna frá sex upp í tíu ár samfleytt. Í kjölfarið skrifaði a.m.k. þjóðkunnur rithöfundur góða grein með sannfærandi rökum um gildi stuðnings við ómetanlegan menningararf, bókmenntaþjóðarinnar, plús.
Sem myndlistarmaður og virkur umsækjandi úr myndlistarsjóði Starfslauna listamanna frá árinu 1983 langar mig að koma á koma á framfæri nokkrum mikilvægum atriðum varðandi aðferðarfræði úthlutunar á Starfslaunum listamanna.
➢ Í fyrsta lagi er umsóknarferlið of langt. Skilað er inn árlegum umsóknum í oktobermánuði fyrir hvern málaflokk (listgrein). Síðan heyrist ekkert fyrr en úthlutun hefur átt sér stað í febrúarmánuði næsta árs. Fjórir mánuðir á milli ára er ótæmandi langt óvissuferli fyrir hvern heilbrigðan mann.
➢ Í öðru lagi að þá er þriggja manna nefnd vart nógu lýðræðisleg til þess að dæma úr hafsjó umsókna. Þar sem einn af þessum þremur er virkur listamaður og getur tæpast verið hluthlaus gagnvart starfsfélögum sínum, fyrrverandi skólafélögum eða nemendum. Fimm manna nefnd með styttri vinnslu á umsóknum væri öllu nær.
➢ Í þriðja lagi væri réttast að með umsóknum fylgdi SKATTASKÝRSLA sem sýndi þá miklu fremur fram á þörf og stöðu viðkomandi listamanns heldur en gildi sbr. frama og vinsældar viðkomandi.
Það voru gleði_tíðindi þegar að nýráðinn menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir tilkynnti betrumbótum á Starfslaunum listamanna. En við nánari athugun kom í ljós að það ætti að bæta við nýjum flokkum í listgreinar þ.á.m. hönnun. Hönnun og allir flokkar varðandi hönnun, iðnað og fjöldaframleiðslu eiga og hafa flokkast undir Iðnaðarráðuneytið hingað til eins og t.d. arkitektúr gerir!
Myndlist hefur lengst af allra listgreina verið vandráðin, misskilin, ofurdáð ef ekki vandmetin. Eftir að tölvan hóf innreið sína í mannheima með alla sína stafrænu ofurkosti hefur myndlistin fengið á sig þúsund fleiri grímur og eiginlega gert okkur öll að listamönnum í jákvæðum skilningi. Skrásetjari er farin hallast á að myndlistin eigi meiri samleið með vísindum heldur en hönnun.
18.3.2009 | 01:29
Framtíð í fortíð sinni á byggðu bóli...arkitektúr!
11.mars 2009 GMT 07:28
Það er hægt að fara hringferð um heiminn á rúmri klukkustund. Ég var að ljúka einni slíkri. Þar sem ég vaknaði nógu snemma til þess að vera frjáls með að skella mér í stökk inn á netið, óvissuferð með kaffibolla morgunsins. Þessi byrjaði með hraðlestri á Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og svo CNN. Nema hvað gef innlendu fréttunum lítið sem ekkert vægi í dag. Að sjálfssögðu snertir mann alltaf að sjá tjón af völdum elds eða bílsslysa og fleiri og meiri upptalningar á fjárhagsvandræðum heimila í landinu, auknu atvinnuleysi og ekki síst enn eina yfirtöku ríkisins á gjaldþrota fjármögnunarfyrirtæki.
Á CNN var fyrirsögn um að það væru kannski bara þrjú ár í fljótandi borgir og búið væri að hanna slíkt fyrirbæri fyrir til að tróna við hafnir San Fransikó. Sjá vefslóð>
http://edition.cnn.com/2009/TECH/03/09/floating.cities.seasteading/index.html
Persónulega er það örlítil spæling að hugmyndir mínar um FloatHabs frá 2001 og + hafi ekki komist á kopp í hópvinnslu hérlendis eða annarsstaðar á meðan að peningar voru enn á yfirborði jarðar. Meinlega vegna þess að bara það að sjá myndir af þessum nýstárlegu tillögum fær mig til þess að hugsa en gamaldags, svona oliupalla-look með seglskútuyfirbragði... Allaveganna geymi frekari gagnrýni þangað til að ég er komin út úr skápnum með að tengjast samstarfsaðilum☺
Það er búið að taka mig óratíma að láta gamminn vaða með mína ótæmandi gagnrýni á arkitektúr og skipulagi á Stór-Reykjavíkur svæðinu. Reykjavík, heimabær minn var/er ennþá meginástæðan fyrir því að ég lagði í langt og strembið framhaldsnám 38 ára gömul, nógu seint til þess að fá menntun í takt við tækni og græna meðvitund. Sbr. sjálfbæra þróun. Á meðan ég jós í mig fróðleik og kunnáttu á alheimsgrundvelli í annarri heimsálfu um allt varðandi skipulag og byggingar frá fornu fari til nútíðar árin 1990 -1995 var netpóstur rétt að spretta úr sporum innleiðingar til almennings. Gerðist bylting á menningu á Íslandi. Í dag þarf ekki að kynna landsmönnum fyrir þessu tímabili sem hefur fengið viðurnefnið "tímabil útrásarvíkinganna". Til þess að gera langa sögu stutta hófst framhaldssaga framtaksemi í byggingariðnaði eins og hún var í upphafi sjöunda áratugsins. Hlé.
23.11.2008 | 18:44
Haust 2008, rétt eftir fall spillingarinnar á Íslandi!
Loksins lét ég verða að því að skrá mig inn á Bloggið til þess að teljast fullgildur meðlimur samfélagsins á síbreytanlegum tímum og löngu fyrirséðum. 'Já', það er þess vegna sem ég vil vera með, láta heilabúið flæða út á við annað en í þögn myndlistarinnar, eða vindinn. Verandi mikil áhugamanneskja um talnafræði, stjörnuspeki, heimsspeki, sögu, trúfræði ög öll andans og heilunarmál varðandi þróun mannkyns kallar það óneitanlega á samhangandi lestur um fræðin um breytingu jarðar eftir 2012.
Árið sem a Maya klukkan endar, endalok 'Karma'-tímabils...En ég ætla nú ekki að fara predika, eða
dæla út mínum 'skoðunum'...við höldum stundum að þetta snúist allt um skoðanir og ramma-hugsanir stjórnmálamanna. Fólki hefur verið "stjórnað" af mönnum næstum svo lengi sem menn muna, peninga-og valdafíklar haldið mannkyninu skjálfandi af óvissu. frh. síðar. "Má ekki missa af fréttum kvöldsins"!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Tenglar
Mínir tenglar
- heimasíða eldri málverk
- Samband Íslenskra Myndlistarmanna
Í uppáhaldi
- Stjörnuspeki Stjörnuspeki
- Viðtöl við fræðifólk
- Arkitektúr - fréttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar