Framtíð í fortíð sinni á byggðu bóli...arkitektúr!


11.mars 2009 GMT 07:28
Það er hægt að fara hringferð um heiminn á rúmri klukkustund.  Ég var að ljúka einni slíkri.  Þar sem ég vaknaði nógu snemma til þess að vera frjáls með að skella mér í stökk inn á netið, óvissuferð með kaffibolla morgunsins.  Þessi byrjaði með hraðlestri á Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og svo CNN.  Nema hvað gef innlendu fréttunum lítið sem ekkert vægi í dag.  Að sjálfssögðu snertir mann alltaf að sjá tjón af völdum elds eða bílsslysa og fleiri og meiri upptalningar á fjárhagsvandræðum heimila í landinu, auknu atvinnuleysi og ekki síst enn eina yfirtöku ríkisins á gjaldþrota fjármögnunarfyrirtæki.
Á CNN var fyrirsögn um að það væru kannski bara þrjú ár í fljótandi borgir og búið væri að hanna slíkt fyrirbæri fyrir til að tróna við hafnir San Fransikó.  Sjá vefslóð>
http://edition.cnn.com/2009/TECH/03/09/floating.cities.seasteading/index.html
Persónulega er það örlítil spæling að hugmyndir mínar um ”FloatHabs” frá 2001 – og + hafi ekki komist á kopp í hópvinnslu hérlendis eða annarsstaðar á meðan að peningar voru enn á yfirborði jarðar.  Meinlega vegna þess að bara það að sjá myndir af þessum ’nýstárlegu’ tillögum fær mig til þess að hugsa ”en gamaldags”, svona oliupalla-’look’ með seglskútuyfirbragði... Allaveganna geymi frekari gagnrýni þangað til að ég er komin út úr skápnum með að tengjast samstarfsaðilum☺

 Það er búið að taka mig óratíma að láta gamminn vaða með mína ótæmandi gagnrýni á arkitektúr og skipulagi á Stór-Reykjavíkur svæðinu.  Reykjavík, heimabær minn var/er ennþá meginástæðan fyrir því að ég lagði í langt og strembið framhaldsnám 38 ára gömul, nógu seint til þess að fá menntun í takt við tækni og græna meðvitund.  Sbr. sjálfbæra þróun.   Á meðan ég jós í mig fróðleik og kunnáttu á alheimsgrundvelli í annarri heimsálfu um allt varðandi skipulag og byggingar frá fornu fari til nútíðar árin 1990 -1995 var netpóstur rétt að spretta úr sporum innleiðingar til almennings. Gerðist bylting á menningu á Íslandi.  Í dag þarf ekki að kynna landsmönnum fyrir þessu tímabili sem hefur fengið viðurnefnið "tímabil útrásarvíkinganna".  Til þess að gera langa sögu stutta hófst framhaldssaga framtaksemi í byggingariðnaði eins og hún var í upphafi sjöunda áratugsins.  Hlé.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigþrúður Pálsdóttir
Sigþrúður Pálsdóttir
Myndlistarmaður með fimm ára framhaldsmenntun í arkitektúr. Móðir, amma, umhverfissinni með ástríðu á framtíðarsýn Íslands og þróun heims/jarðar+.  Fædd með sólina 29° í Spordrekamerkinu, tungl í vog og rísandi Steingeit. Áhugamaður um flest vísindi, tækni- og fræðimál..og kannski engin furða þar sem mér var skellt niður til þess að sitja í hjólastól ævilangt eftir slys á tuttugasta aldursári mínu:)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband